18.2.2025 | 19:03
Að brýna kuta liggjandi á maganum
Snemma á síðustu öld í Thiers-borg, Frakklandi, brýndu menn og konur sveðjur, kuta, sverð og hnífa, liggjandi á maganum helst með hund flatmagandi á fótleggjum sínum.
Menn og konur sinntu ýmis konar landbúnaðarstörfum á sumrin svona eins og gengur og gerist og smíðuðu og brýndu hnífa á veturna við erfiðar aðstæður svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Kalt var innandyra og hverfisteinninn gat verið víðsjárverður og vinnan sjálf var mjög líkamlega krefjandi og endurtekningarsöm. Því var brugðið á það ráð að vinna liggjandi á maganum til að hlífa bakinu og nota hunda til að halda á sér hita eftir fremsta megni.
Þessar gömlu ljósmyndir opna glugga inn í fjarlægan heim og einkennilegar aðstæður.
Það hvarflar þó ekki að manni í febrúarmánuði á því herrans ári 2025 að liggja á maganum í vinnunni og brýna sigður eða eggjárn í fimbulkulda með hund ofan á sér.
Og þó...
Um bloggið
Lárus Sigurðsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.2.): 8
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 120
- Frá upphafi: 374
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning