Dómkirkjukafarinn

Dómkirkjukafarinn

William Walker

Undirritaður hefur löngum dáðst að mikilfenglegum byggingum og listrænu handverki. Það er enginn hörgull á musterum, píramídum og steinahringjum á jörðinni sem hafa valdið manni miklum heilabrotum í gegnum tíðina. Það er eitt að hanna og byggja mannvirki og annað að viðhalda þeim. Sú tækni sem forfeður okkar og formæður höfðu yfir að ráða er ekki endilega sú tækni sem notuð er í dag. Það sést greinilega á fornum byggingum þar sem listrænt handverk er í hávegum haft.

Á Suður-Englandi má finna eina af stærstu dómkirkjum N-Evrópu, Dómkirkju hinnar heilögu þrenningar í Winchester, Hampshire sýslu. Dómkirkjan var reist á árunum 1079-1532 með tilheyrandi breytingum og hléum og stendur enn. Það voru Normandingar sem áttu heiðurinn að hönnun og smíði þessarar dómkirkju. Hún var þó ekki reist á helgum heiðnum reit eins og svo margar aðrar kirkjubyggingar heldur í mólendi sem er auðvitað ekki ákjósanlegur staður fyrir  mannvirki af þessari stærðargráðu og þyngd.

Fimm hundruð árum eftir að smíði dómkirkjunnar lauk tók austari hlið hennar að síga svo mjög að kirkjunnar mönnum stóð ekki á sama. Vatn hafði komist í tréflekann sem dómkirkjan hvílir á og hann var farinn að rotna.

Í kjölfarið voru alls færustu sérfræðingar kvaddir til og björgunarstörf hafin í skyndi.

Þau höfðu þó þveröfug áhrif því um leið og þessir ágætu sérfræðingar grófu frá veggjum allan leir og mó sem höfðu einangrað kirkjuna í fimm hundruð ár flæddi vatn úr Itchen-á inn í grunn kirkjunnar sem aldrei fyrr.

Nú þóttu góð ráð fokdýr.     

Kemur þá til sögunnar William nokkur Walker (1869-1918) sem var mikilsvirtur kafari frá hinum konunglega breska sjóher og heljarmenni mikið. Honum var falið það starf að lappa upp á grunn kirkjunnar og það gerði hann einn síns liðs við afar krefjandi aðstæður svo ekki sé meira sagt.

William þurfti að athafna sig í svarta myrkri á 6-8 metra dýpi í hálfgerðu skólpvatni því vatnið í kirkjugrunninum hafði síast í gegnum nærliggjandi kirkjugarð. Hann vann alla virka daga á 6-7 tíma vöktum í tæp 6 ár. Um helgar hjólaði hann svo heim til fjölskyldunnar sinnar í London, um 100 km hvora leið sem er afrek út af fyrir sig.

Þegar björgunarstarfinu lauk með miklum ágætum hafði William handlangað og lagt 25.800 sementspoka, 114.900 steypublokkir og 900.000 múrsteina.

William lést árið 1918 úr spönsku veikinni.

 

https://www.youtube.com/watch?v=xZnMDLP-mww&t=447s

 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sextán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Lárus Sigurðsson

Höfundur

Lárus Sigurðsson
Lárus Sigurðsson
Tónlistar- og trélistamaður og sérlegur áhugamaður um ólíkar birtingarmyndir sköpunarkraftsins.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • St. Michaels Mount
  • Hestfjall
  • Hestfjall
  • William Walker
  • William Walker

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 91
  • Sl. sólarhring: 91
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 101

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband