19.2.2025 | 15:28
Að póstleggja bréf og barn
Samstarfspósthúsinu í Hveragerði var skellt í lás 31. ágúst 2023.
Maður hefur póstlagt hitt og þetta í gegnum tíðina og það var oft hátíðleg stund þegar maður póstlagði handskrifuð bréf vitandi það að innan tíðar myndi tiltekin manneskja handleika þau, lesa og jafnvel skynja eitthvað óvenjulegt í gegnum rithöndina og málfarið.
Nú er öldin önnur, pósthús og handskrifuð bréf eru orðin býsna sjaldgæf og ákveðinn skapandi tjáningarmáti í leiðinni.
En fyrir hundrað árum þótti eðlilegt að póstleggja pakka, bréf, dýr, líkkistur, skotvopn og börn.
Fyrsta skráða tilvikið þar sem barn var sent með pakkapósti var í janúar 1913.
Herra og frú Jesse Beagle frá Glen Este, Ohio sendu þá son sinn, James, í pósti til ömmu sinnar. James komst klakklaust á áfangastað.
Frímerkið kostaði heil 13 sent og vegalengdin var nokkrir kílómetrar.
Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá tvo reffilega póstburðarmenn með barnapakkapóst.
Bloggar | Breytt 20.2.2025 kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 19. febrúar 2025
Um bloggið
Lárus Sigurðsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 120
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar